75. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, mánudaginn 25. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Sævar Bachmann Kjartansson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 813. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 09:00
09:00 Á fund nefndarinnar mættu Ingvar J. Rögnvaldsson og Elín Alma Arthursdóttir frá Skattinum. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

09:45 Á fund nefndarinnar mættu Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:35 Á fund nefndarinnar mætti Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50